Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar kylfingum að leggja stund á íþrótt sína erlendis.
Félagar í klúbbnum greiða 8.900 króna árgjald og njóta þar með ýmissa hlunninda og fríðinda sem félagar í Icelandair Golfers. Það er sannfæring okkar að það margborgar sig fyrir kylfinga, sem ætla að leika golf erlendis, að gerast félagar í klúbbnum.
Meðal þess sem fæst með félagsaðild í Icelandair Golfers er að ekkert gjald er tekið fyrir golfsett í áætlunarflugi Icelandair, en golfsettið má þó ekki vega meira en 23 kg. Farangursheimild þessi gildir eingöngu í áætlunarflugi Icelandair og er aðeins ætluð fyrir golfsett, ekki annarskonar farangur. Ekkert takmark er á fjölda ferða innan gildistíma kortsins. Ef frekari spurningar vakna, sendið tölvupóst á golfers@icelandair.is
Hvað er innifalið:
- Tilboð til meðlima klúbbsins
- 2.500 Vildarpunktar
- Icelandair Golfers meðlimakort
- Merkikort fyrir golfpokann
- Kortið gildir í eitt ár
Ath! Það tekur 5-7 virka daga að fá gögnin send heim.
Korthafar Mastercard Premium fá fría aðild í klúbbinn. Korthafar þurfa að sækja um aðildina að Icelandair Golfers í gegnum Icelandair Golfers vefinn og haka þar við það þeir séu Mastercard Premium korthafar og greiða þá ekki árgjald.
World Elite korthafar Arion banka fá 30% afslátt af árgjaldi í Icelandair Golfers. Eftir að hafa sótt um aðild og greitt árgjaldið að fullu sendið þá upplýsingar með nafni og kennitölu korthafa á golfers@icelandair.is til að fá afsláttinn.
Visa Platinum korthafar Kviku fá 30% afslátt af árgjaldi í Icelandair Golfers. Eftir að hafa sótt um aðild og greitt árgjaldið að fullu sendið þá upplýsingar með nafni og kennitölu korthafa á golfers@icelandair.is til að fá afsláttinn.
Saga Gold félagar fá fría aðild í Icelandair Golfers. Athugið, gildir aðeins fyrir aðalkorthafa, ekki makakort. Saga Gold félagar sækja um aðild að Icelandair Golfers í gegnum Icelandair Golfers vefinn.